top of page

Hvað ef ég verð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi ?

Ef þú verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi er mikilvægt að þú fáir þá aðstoð sem þú átt skilið. Enginn verðskuldar að þurfa að glíma við afleiðingar ofbeldis einn síns liðs. Sé málið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda (en það getur þú annað hvort gert sjálf/ur eða beðið einhvern fullorðinn sem þú treystir um að gera) getur þú fengið aðstoð sérfræðinga við að vinna úr reynslu þinni og líða betur. Ef þú ert ekki reiðubúin/n að málið verði að lögreglumáli er reynt að taka tillit til vilja þíns. Þeim mun eldri sem þú ert, þeim mun meiri líkur eru á að sjónarmið þitt sé virt. 

​

Til að láta gerendur svara til saka fyrir gjörðir sínar og reyna að koma í veg fyrir fleiri séu beittir ofbeldi þarf að tilkynna lögreglunni um þau ofbeldisbrot sem eiga sé stað (ef þú treystir þér til). Þú getur haft samband við lögregluna í síma 112 eða með því að senda skilaboð á fésbókarsíðu lögreglunnar þar sem þú býrð.

 

(Eftirfarandi upplýsingar eiga við einstaklinga yngri en 18 ára.)

​

Smelltu hér ef þú ert yngri en 15 ára og vilt vita hvað gerist ef þú lætur lögregluna vita að einhver hafi beitt þig stafrænu kynferðisofbeldi.

​

Smelltu hér ef þú ert 15 ára eða eldri og vilt vita hvað gerist ef þú lætur lögregluna vita að einhver hafi beitt þig stafrænu kynferðisofbeldi.

​

​

​

bottom of page