top of page

Ef ég er yngri en 15 ára

(Eftirfarandi upplýsingar eru ætlaðar börnum undir 15 ára sem vilja vita hvað gerist ef lögreglunni er tilkynnt um stafrænt kynferðisofbeldi sem þau hafa verið beitt.)

Ef þú ert undir 15 ára þegar þú verður fyrir stafrænu kynferðisofbeldi er líklegast að skýrslutakan (þar sem þú lýsir því sem kom fyrir þig) fari fram í húsi sem kallast Barnahús. Þar segir þú starfsmanni Barnahúss söguna þína, í einrúmi. 

 

Eftir það er þér boðin hjálp í Barnahúsi við að vinna úr tilfinningum þínum vegna brotsins, eins lengi og þörf krefur (eða þangað til þér er farið að líða betur). Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu er þér boðið að koma í Barnahús til að fá þessa hjálp, en ef þú býrð utan höfuðborgarsvæðisins kemur sérfræðingur frá Barnahúss til þín.

 

Ef sá sem framdi brotið gegn þér var eldri en 15 ára þegar hann beitti ofbeldinu sér lögreglan yfirleitt um að rannsaka málið, en ef gerandinn er yngri en 15 ára sjá barnaverndaryfirvöld eingöngu um málið.

 

Þegar lögreglan er búin með rannsókn sína (ef gerandinn var eldri en 15 ára) fær Ríkissaksóknari málið þitt í hendur. Ríkissaksóknari skoðar öll gögn í málinu og tekur ákvörðun um hvort gefin sé út ákæra eða ekki.

 

Ef gefin er út ákæra fer málið fyrir dómstól, þar sem dómarar ákveða hvort sá sem beitti ofbeldinu er fundinn sekur eða ekki. Þú þarft ekki að mæta í dómssalinn og segja söguna þína aftur.

​

​

bottom of page